Austfirðingar fylgjast með bandarísku forsetakosningunum

Austurfrétt - Fréttir af Austurlandi

Austurfrétt býður til kosningavöku í tilefni bandarísku forsetakosninganna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld. Í Neskaupstað ætla áhugasamir að hittast í Verkmenntaskóla Austurlands.

„Við höfum fundið fyrir áhuga í samfélaginu fyrir kosningunum. Niðurstaða þeirra hefur jú áhrif á alla heimsbyggðina. Fólk ræðir þetta út á götu en okkur fannst vanta samastað fyrir þessa áhugamenn og ákváðum að taka það að okkur að leiða þá saman,“ segir Dagur Skírnir Óðinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.

Húsið opnar klukkan 22:00. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Sérfræðingar fara yfir stöðu mála og fylgst verður með kosningavökum á stærstu fréttastöðvum sem og helstu samfélagsmiðlum. 

Nemendur í stjórnmálafræði í Verkmenntaskóla Austurlands ætla að halda kosningavöku í skólanum sem hefst klukkan 23:00 í stofu 1. 

„Hugmyndin með þessari kosningavöku er að vekja áhuga þinn, borgari góður, á stjórnmálum. Að okkar mati er mikilvægt að fylgjast með svona stórum viðburði, vegna þess að sá sem vinnur þessar kosningar verður valdamesti maður heims,“ segir í frétta á vef skólans. Allir eru velkomnir en gestir eru hvattir til að mæta í einhverju bandarísku, til dæmis með kúrekahatt.

Nánari upplýsingar um kosningavöku Austurfréttar eru á Facebook.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.