Orkumálinn 2024

HSA: Færri mokstursdagar kunna að hafa áhrif á sjúkraflutninga

Kristin-Bjorg-AlbertsdottirFækkun mokstursdagar á Möðrudalsöræfum kunna að hafa áhrif á flutninga sjúklinga á milli Akureyrar og Neskaupstaðar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands telur tímabundna minni þjónustu ekki ógna öryggi sjúklinga.

„Við teljum þetta ekki ógna öryggi sjúklinga þar sem flestir bráðaflutningar, sem ekki fara á umdæmissjúkrahúsið okkar, fara með sjúkraflugi til Akureyrar eða Reykjavíkur," segir Kristín Albertsdóttir, forstjóri HSA, aðspurð um hvaða áhrif aðgerðir Vegagerðarinnar hafi á stofnunina.

Vegagerðin ákvað vegna aðstæðna að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði tímabundið úr sex í tvo.

Kristín segir að hjá HSA hafi menn reynt að taka ákvörðuninni af ró þótt hún kunni að hafa einhver áhrif á sjúkraflutninga.

„Þetta getur í einhverjum tilvikum þýtt fleiri sjúkraflug og í öðrum tilvikum frestun á flutningi sjúklinga milli stofnana, þ.e. Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.