Hættulega lágt upp í háspennulínur á Fjarðarheiði

fjardarheidi raflina 28022014Mikil snjósöfnun á Austurlandi síðustu daga og vikur hefur orðið til þess að hættulega stutt er orðið upp í raflínur á Fjarðarheiði. Útivistarfólk er hvatt til að fara með gát á austfirskum fjöllum.

Í tilkynningu frá Landsneti er útivistarfólk, einkum skíða- vélsleðafólk, hvatt til að fara „mjög varlega" nærri háspennulínum til fjalla og á hálendinu.

Þar sé nú víða minna en mannhæðar hátt upp í háspennuvíra. „Það er þykkt lag af snjó yfir öllu og orðið stutt upp í leiðara þannig menn verða að fara varlega," segir Ragnar Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti.

Á Austurlandi er ástandið verst á Fjarðarheiði. Ragnar Bjarni segir að línumenn hafi reynt að fara yfir Oddsskarð í gær en ekki komist yfir vegna veðurs.

„Fjarðarheiðin er helsti hættulegi staðurinn en það er ofboðslega mikill snjór alls staðar þannig fólk verður að fara varlega."

Í tilkynningu Landsnets segir að lítil hæð upp í línurnar geti skapað mikla hættu fyrir þá sem eru á ferðinni á skíðum eða vélsleðum.

Ísing er einnig víða á háspennulínum og getur hún gert það að verkum að bæði leiðarar og möstur verða nær ósýnileg þeim sem eru á ferðinni.

Myndir frá Fjarðarheiði: Landsnet

fjardarheidi raflina 28022014 2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.