Starfshlutfall hjúkrunarfræðings á Borgarfirði lækkað í 50%

sjomannadagur borgarfjordur 0197 webStarfshlutfall eina hjúkrunarfræðingsins á Borgarfirði eystri hefur verið lækkað úr 60% í 50% en til stóð að skerða það enn frekar. Hjúkrunarfræðingurinn er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem sinnir Borgfirðingum frá degi til dags.

Etir því sem Austurfrétt kemst næst stóð upphaflega til að minnka starfshlutfallið úr 60% í 30% en í desember var tilkynnt formlega um að starfshlutfallið ætti að verða 40%. Eftir mótmæli sveitarstjórnar um daginn var ákveðið að starfshlutfallið yrði 50%.

„Þetta þýðir einhverja minni þjónustu," sagði Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps í samtali við Austurfrétt. Hann lýsti sig samt undrandi á því hvað hefðist upp úr því að minnka starfshlutfallið um 10 prósentustig.

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur yfirumsjón með heilbrigðisþjónustu á Borgarfirði, líkt og víðar á Austurlandi. Í ársbyrjun 2009 var ákveðið að leggja af reglulegar ferðir lækna þangað en því heitið að sinna vitjunum þangað.

„Frá þessum tíma hefur ekki verið læknir til viðtals á Borgarfirði," segir í ályktun hreppsnefndarinnar frá því í byrjun mánaðarins.

Í ályktuninni er gagnrýnd sú ákvörðun HSA að lækka starfshlutfallið og ræða ekki einu sinni við sveitarfélagið áður en ákvörðunin var tekin.

Borgarfjörður eystri er sjálfstætt sveitarfélag og nútíma samfélag eins og hvert annað á landinu. Hluti af þeirri þjónustu sem veitt er í nútíma samfélögum er heilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta á Borgarfirði heyrir undir HSA.

Atvinnuhættir og landfræðileg lega staðarins er þannig að ekki er alltaf hægt að vera í daglegum tengslum við nágrannabyggðarlagið. Öryggissjónarmið samfélaga segja til um að þar skuli vera aðgangur að lágmarks heilbrigðisþjónustu.

Enn og aftur sér ekki HSA ástæðu til að ræða við sveitarstjórn um þessa þjónustu. HSA er ríkisstofnun á ábyrgð ráðherra, það er mikið vald sem stofnuninni er fært ef hún getur á eigin spýtur lagt af þjónustu í einstökum byggðarlögum og þar með vegið að grunnstoðum samfélaga."

Sem fyrr segir var skerðing starfshlutfallsins minnkuð eftir þrýsting frá heimamönnum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.