Orkumálinn 2024

KPMG: Virðisaukaskatturinn helst það sem fer í vaskinn

skattadagur kpmg1Sérfræðingar KPMG segja frágang virðisaukaskatts vera það sem helst vefst fyrir þeim sem reka fyrirtæki að gera rétt í skattskilum. Löggjöf í ferðaþjónustu virðist sérlega vanþróuð sem veldur því að ríkið verður af skatttekjum og iðngreinin af opinberum stuðningi.

Þetta kom fram í máli Soffíu Eydísar Björgvinsdóttur og Guðrúnar Bjargar Bragadóttur, sérfræðingum á skatta- og lögfræðisviði KPMG á opnum fróðleiksfundi um skattamál sem fyrirtækið stóð fyrir á Egilsstöðum í gær.

„Það er magnað hversu mikið fer úrskeiðis í skilum á virðisaukaskatti," sagði Soffía Eydís. Hún sagði stjórnendur oft skorta meðvitund á því sem þeir þyrftu að fylgjast með.

Hún sagði mistökin ekki verða af ásetningu heldur vanþekkingu. „Margt smátt gerir eitt stórt og þetta geta orðið háar upphæðir sem fara á ranga staði. Ef við erum send inn í fyrirtæki þá er það helst í virðisaukaskattinum sem við finnum eitthvað að."

Mistökin eru sérstaklega algeng í viðskiptum við erlenda aðila, viðskiptum á milli tengdra aðila, í hvers konar fasteignaviðskiptum, skiptingu á útlögðum kostnaði og viðskiptum við óskattskilda aðila.

Sérstaklega virðist virðisaukaskattsmál í ólestri í ferðaþjónustunni. „Þar er einfaldlega allt í steik. Fólk ofnýtir innskatt, vanreiknar virðisaukaskatt eða veit ekkert um virðisaukaskatt," sagði Guðrún Björg.

Hún gagnrýndi lagaumhverfið sem hún sagði fólkið og vanþróað. Ör fjölgun ferðamanna síðastliðin ár hafi vakið athygli á málin séu í ólestri.

„Löggjöfin gerir ekki ráð fyrir einhverju sem heitir ferðaþjónusta. Ég held að ríkissjóður fari á mis við mikið af skatttekjum og á móti fari ferðaþjónustan á mis við framlag frá ríkinu."

Meðal þess sem flækir málið er að fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Hópferðir með leiðsögn teljast því undanþegnar en ekki þegar fólk kaupir ferð eða leigir fararskjóta og stýrir honum alfarið sjálft.

Þá sé mikill misbrestur á skattskilum af leigu á íbúðarhúsnæði til ferðamanna. Þær tekjur eiga að færast sem atvinnurekstrartekjur og skattleggjast sem slíkar en ekki sem leigutekjur. Þá þurfi gistileyfi fyrir slíkri útleigu auk þess sem fasteignagjöld margfaldist við breytta notkun húsnæðisins.

„Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar ákveðið er að leigja frekar til ferðamanna til skamms tíma heldur en til einstaklings til langs tíma."

skattadagur kpmg2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.