„Núna veit ég hvar þú býrð": Hótun gegn yfirlögregluþjóni litin alvarlegum augum

logreglanRannsókn er hafin á hótun um alvarlegar líkamsmeiðingar í garð yfirlögregluþjóns í Seyðisfjarðarumdæmi sem barst í gegnum Facebook. Sýslumaður segir málið litið alvarlegum augum.

„Herra Óskar Bjartmarz, þú réðst á mig eins og svín. Núna veit ég hvar þú býrð... ef ég væri þú færi ég varlega í það að setja bílinn í gang á morgnana."

Þessi orð birti íbúi á svæðinu á Facebook-síðu sinni í gær. Óskýr mynd fylgdi af víravirki en helst verður ályktað að um sprengju sé að ræða.

Lárus Bjarnason, sýslumaður og lögreglustjóri á Seyðisfirði, staðfesti í samtali við Austurfrétt að embættinu hefði borist tilkynning um málið. „Embættið lítur málið alvarlegum augum."

Hann segir að brotið virðist gegn ákvæðum almennra hegningarlaga um brot gegn valdstjórninni. Þar segir að sá sem ráðist með ofbeldi eða hótunum um slíkt á opinberan starfsmann í skyldustörfum eigi yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi.

Lárus staðfestir að málið verði rannsakað sem sakamál. Leitað verði til rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði þar sem hótunin beinist gegn starfsmanni embættisins á Seyðisfirði. Almennt er regla að embættin rannsaka ekki sjálf mál sem beinast gegn þeirra starfsmönnum.

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem maðurinn hótar lögreglumönnum á svæðinu en í ágúst réðist hann inn á heimili lögreglukonu og hótaði heimilisfólki.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.