Orkumálinn 2024

1450 Austfirðingar boðaðir í bólusetningu

Búið er að boða 1450 einstaklinga í bólusetningu á Austurlandi í vikunni. Hratt verður gengið í að gefa örvunarskammt á svæðinu.

Yfirvöld ákváðu í síðustu viku að reyna að bólusetja alla landsmenn á aldrinum 16-69 ára, sem fengið hafa fullnaðarbólusetningu, með örvunarskammti um sex mánuðum eftir bólusetningu.

Á Austurlandi var mikill atgangur í bólusetningum í maí og júní sem þýðir að fjöldi er kominn á tíma. Flestir verða bólusettir í þessari viku, 1450. „Þetta er eins og þegar best lét í sumar,“ segir Jónína Óskarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Mun rólegra verður síðan strax í næstu viku. Forgangshópar, einkum fólk 70 ára og eldra, fær örvunarskammtana fyrr eða þremur mánuðum eftir fullnaðarbólusetningu. Sá hópur hefur þegar fengið sína skammta, en bólusetning hefur verið í gangi jafnt og þétt hjá HSA í haust. Þannig var byrjað að gefa yngri hópum örvunarskammtana í síðustu viku.

Bólusett verður á Eskifirði á morgun en Egilsstöðum á miðvikudag. Stefnt er að bólusetja alla þá í vikunni sem fengu fullnaðarbólusetningu fyrir 26. maí. Vopnfirðingum verður boðið upp á bólusetningu þar 1. desember.

Jónína segir hug í starfsfólki HSA fyrir áhlaupið. „Það eru allir klárir í slaginn að takast á við þetta stóra verkefni og við vonumst eftir að fólki mæti vel.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.