Tvö austfirsk verkefni tilnefnd til nýsköpunarverðlauna í opinberri stjórnsýslu

verknamsvika va2 webAusturbrú og verknámsvika vinnuskóla Fjarðabyggðar voru á meðal þeirra 37 verkefna sem tilnefnd voru til nýsköpunarverðlauna í opinberri stjórnsýslu en verðlaunin voru afhent á föstudag.

Austurbrú var stofnuð vorið 2012 með sameiningu fjögurra stoðstofnana í eina auk þess sem stofnunin annast ýmsa þjónustu við sveitarfélög á Austurlandi. Markmiðið er að búa til öfluga stjórnsýslustofnun sem geti tekið að sér flóknari verkefni en áður.

Í umsögn um verkefnið segir að sérfræðingur frá Evrópusambandinu hafi nýverið heimsótt Austurbrú og látið þau orð falla að á Austurlandi væri verið að vinna mikið frumkvöðlastarf í stjórnsýslunni sem ekki hafi verið gert áður innan aðildarríkja ESB með svo viðamiklum samruna stofanna.

Þar segir einnig að mat þeirra sem komið hafi að verkefninu sé að það hafi tekist vel og stjórnendur telji starfsmenn ánægða með nýja stofnun og þau markmið sem sett voru í upphafi náist á næstu misserum.

Fjarðabyggð og Verkmenntaskóli Austurlands hafa ásamt fyrirtækjum í Fjarðabyggð þróað námskynningu fyrir nemendur í 9. bekk þar sem áherslan sé á að kynna verknám almennt og starfsemi VA.

Afraksturinn er verknámsvika sem kannanir sýni að mikil ánægja sé með, bæði já nemum og foreldrum.

Landshlutaáætlanir sveitarfélaga og verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir voru einnig meðal þeirra sem fengu tilnefningar.

Aðalverðlaunin hlaut Landsspítalinn fyrir rauntíma árangursvísa á bráðadeild. Fjögur önnur verkefni fengu sérstakar viðurkenningar en austfirsku verkefnin voru ekki þar á meðal.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.