Heimilt að veiða 50 fleiri hreindýr í ár en í fyrra

hreindyr vor08Heimilt verður að veiða allt að 1277 hreindýr sem er fjölgun um 48 dýr frá í fyrra. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir að stærsta veiðisvæðið verði í Djúpavogshreppi.

Að þessu sinni er leyft að veiða 657 kýr og 620 tarfa. Stærsta svæðið verður í Djúpavogshreppi en þar er heimilt að fella 430 dýr.

Þar með er þeirri breytingu viðhaldið sem var í fyrra en áður voru svæði 2&3, sem ná yfir langstærstan hluta Fljótsdalshéraðs, stærstu veiðisvæðin. Skýringin er sú að dýrin hafa flutt sig sunnar.

Veiðitímabilið er frá 1. ágúst til 15. september. Þó er heimilt að byrja að veiða tarfa 15. júlí og kýr til 20. september. Á veiðisvæðum í Hornafirði verður leyft að veiða kýr í nóvember.

Svæði Kýr Tarfar Alls
Svæði 1 88 96 184
Svæði 2 64 70 134
Svæði 3 40 37 77
Svæði 4 66 95 161
Svæði 5 40 43 83
Svæði 6 66 95 161
Svæði 7 245 185 430
Svæði 8 68 45 113
Svæði 9 35 25 60
Alls 657 620 1277

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.