AFL: Verslunarmenn felldu kjarasamninga en verka- og iðnaðarmenn samþykktu

afl atkvaedagreidslaVerslunarmenn innan AFLs starfsgreinafélags felldu nýgerða kjarasamninga í kosningum. Samningar verka- og iðnaðarmanna voru samþykktir með naumum meirihluta.

Verslunarmenn felldu samninginn við Landssamband íslenskra verslunarmanna með tveimur þriðju atkvæða en kjörsókn í deildinni var um 40%, að því er fram kemur á vef AFLs.

Í verkamannadeild samþykktu 51,56% samninga við Samtök atvinnulífsins en 47,92% greiddu atkvæði gegn honum. Kjörsókn var 39,6%.

Í iðnaðarmannadeildinni voru samningarnir staðfestir með 54,3% en 45,7% sögðu nei. Kjörsókn var 42,7%.

Kjarasamningar þeirra deilda sem samþykktu ganga því í gildi um áramótin en samningaviðræður um samning verslunarmanna hefjast fljótlega á nýju. Eldri kjarasamningur er því enn í gildi.

Í frétt á vef félagsins segir að kjörsókn í öllum deildum hafi verið „mjög góð og umfram væntingar." Þar kemur jafnframt fram að snemma í kynningu á nýju samningunum hafi verið ljóst að verulega skiptar skoðanir væru um þá meðal félagsmanna. Því hafi áhersla verið lögð á að fá sem mesta kjörsókn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.