Orkumálinn 2024

Stillt upp hjá Framsókn í Fjarðabyggð

jon bjorn hakonarson mai12Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ekki er enn komið í ljós hverjir af þeim sem fóru fyrir framboðinu í síðustu kosningum gefa kost á sér áfram.

Samkvæmt heimildum Austurfréttar vinnur uppstillinganefnd að því að hafa samband við fyrri frambjóðendur og fá uppgefið hvort þeir hyggist gefa kost á sér áfram.

Flokkurinn kom að tveimur bæjarfulltrúum í síðustu kosningum, þeim Jóni Birni Hákonarsyni og Guðmundi Þorgrímssyni. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst ætlar Jón Björn sér að halda áfram en enn á eftir að ræða við Guðmund sem snéri aftur í bæjarstjórn eftir veikindaleyfi um áramót.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.