Orkumálinn 2024

Á-listinn leitar að fólki: Telja listann eiga full erindi inn í kosningar í vor

alisti blisti heradÁ – listinn, áhugafólk um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði, hefur auglýst eftir áhugasömu fólki til að gefa kost á sér fyrir hönd listans í kosningum til sveitarstjórnar í vor. Bæjarfulltrúi segir hópinn álíta mikilvægt að hafa ferlið opið.

„Við erum að auglýsa eftir fólki sem hefur áhuga á að koma að undirbúningsvinnu fyrir framboð listans," segir Sigrún Harðardóttir, bæjarfulltrúi.

„Við sem höfum staðið að baki þessu framboði teljum að listinn eigi fullt erindi inn í kosningarnar í vor og teljum mikilvægt að hafa aðgengi að undirbúningsvinnunni opið og því bjóðum við alla velkomna sem hafa áhuga á að koma og vinna með okkur."

Hún og Gunnar Jónsson eiga sæti í bæjarstjórninni fyrir hönd listans og hafa myndað þar meirihluta með framsóknarmönnum.

Hún segir ekki ljóst hvaða breytingar verði á lykilfólki listans. „Hugsanlega verða einhverjar breytingar á uppstillingu listans, það kemur í ljós á næstu vikum."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.