Anna Birna næsti skólameistari Hússtjórnarskólans

annabirnaeinarsdottir webAnna Birna Einarsdóttir tekur við starfi Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað um áramótin. Segja má að Anna Birna sé að snúa aftur á heimaslóðirnar en hún hefur síðustu ár búið á Húsavík.

Anna Birna bjó á Hallormsstað í nokkur ár sem unglingur en faðir hennar, Einar Georg Einarsson, var þar skólastjóri grunnskólans. Hún hefur síðustu ár starfað sem deildarstjóri og staðgengill Borgarhólsskóla á Húsavík auk þess að kenna textílmennt.

Hún lauk prófi sem textílkennari á framhaldsskólastigi frá Viborg í Danmörku árið 2009 og meistaraprófi í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri sama ár.

Fráfarandi skólameistari, Þráinn Lárusson, sagði starfi sínu lausu í haust en hann hefur stýrt skólanum undanfarin 13 ár. Staðan var auglýst í október og bárust alls átta umsóknir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.