Orkumálinn 2024

Dóttirin tekur við af föðurnum hjá Tanna Travel: Frábært að hafa hann áfram við hliðina

tanni travel5Díana Mjöll Sveinsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Tanna Travel af föður sínum Sveini Sigurbjarnarsyni þegar fyrirtækið fagnaði 20 ára afmæli sínu. Hann fer þó ekki langt en heldur verður áfram bílstjóri og stjórnarformaður.

„Hann er búinn að vera í framlínu ferðaþjónustu á Austurlandi í 40 ár og það verður frábært að hafa hann áfram við hliðina á mér og geta lært af honum," segir Díana Mjöll.

Sveinn byrjaði með bílaverkstæði en bætti síðan við sig snjóbílaútgerð yfir Oddsskarð. Fyrirtækið hefur síðan sérhæft sig í hópflutningum á Austurlandi. Hjá Tanna Travel starfa í dag 10 starfsmenn allt árið og 10 rútur eru í þess eigu.

„Við sinnum almenningssamgöngum og akstri innan svæðisins. Þessir tíu starfsmenn vinna hjá okkur allt árið en síðan bætast við bílstjórar og leiðsögumenn á sumrin."

Vissar áherslubreytingar hafa orðið hjá Tanna síðustu tvö ár með verkefninu Meet the Locals en þar er lögð áhersla á persónulega ferðaþjónustu þar sem heimamenn taki á móti ferðamönnum.

„Við erum að fara inn á markaðinn og sækja ferðamanninn í stað þess að sinna bara því sem kemur inn," segir Díana.

Verkefnið fékk í gær þriggja milljóna króna styrk úr Vaxtarsamningi Austurlands. Díana Mjöll segir að hann muni nýtast í vöruþróun og markaðssetningu.

„Það þarf að fara á ferðasýningar, hitta ferðaskrifstofur og bjóða fólki í heimsókn til að sýna upp á hvað við höfum að bjóða á Austurlandi. Það er heilmikið sem þarf að gera."

Í tilefni afmælisins var opið hús hjá Tanna og nýtti hátt á þriðja hundrað manns sér heimboðið. „Þetta var mjög skemmtilegur dagur og gaman að sjá að það kom fólk alls staðar að."

Við það tækifæri var kynntur umhverfissjóðir Tanna Travel. „Við fórum að hugsa um hvað við gætum gert í tilefni afmælisins og hvernig við gætum gefið til baka."

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um aukinn ágang ferðamanna sem geti með tíð og tíma skemmt náttúruperlur. Ýmsar leiðir hafa verið nefndar til að vinna gegn því, meðal annars að rukka fyrir aðgengi og nýta peningana í uppbyggingu ferðamannastaða.

„Við viljum með þessu hvetja önnur fyrirtækinu til að gera slíkt hið sama. Við munum leggja inn í sjóðinn það sem kemur inn frá farþegum skemmtiferðaskipa og koma þar með til móts við þau svæði sem við förum með þá á."

tanni travel2tanni travel3tanni travel4tanni travel 1

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.