Orkumálinn 2024

Efla: Einstakar aðstæður fyrir stórskipahöfn í Finnafirði

audlindin austurland ath webLandfræðilegar aðstæður fyrir stóra umskipunarhöfn í Finnafirði eru einstakar á landsvísu. Þetta er eitt af því sem fram hefur komið í frumathugun verkfræðistofunnar Eflu og þýska hafnarfyrirtækisins Bremenports á svæðinu.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hafsteins Helgasonar, verkfræðings hjá Eflu, um Finnafjörð á atvinnumálaráðstefnunni Auðlindin Austurland fyrir skemmstu.

Efla var aðalráðgjafi iðnaðarráðuneytisins um verkefnið þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á Drekasvæðinu sem sveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Langanesbyggð stóðu einnig að. „Við þessa vinnu koma í ljós mjög óvenjulegar aðstæður í Finnafirði," sagði Hafsteinn sem talaði um „ótrúlegar niðurstöður."

Í ljós kom að ölduhæð á svæðinu væri með því lægsta sem gerðist vil landið, fjörðurinn opinn og öruggur til siglinga og dýpi næst landi mikið. Flatlendi við sjóinn er mikið en stórskipahöfnin þarf 3-4 km langa viðlegu kanta með 1000 hektara flatlendis.

Í sumar var tilkynnt um áhuga þýska hafnarfyrirtækisins Bremenports af því að koma inn í samstarfið. Fyrirtækið er alfarið í eigu Brimaborgar og heldur utan um höfnina þar sem er sú nærst stærsta í Þýskalandi og sú fjórða stærsta í Evrópu.

Fyrirtækið hefur fylgst með þróun mála á Íslandi frá árinu 2000 en áhugi þeirra jókst árið 2010 áður en skrefið var stigið með stofnun fyrirtækis í fyrra. Þar sjá menn tækifæri þegar leiðir opnast fyrir fraktsiglingar um norðurslóðir. Eins er horft til olíuvinnslu á Drekasvæðinu og Grænlands sem er talið búa yfir miklum náttúruauðlindum, meðal annars málmum, sem aðgangur opnast að með bráðnun íss.

Framundan eru frekari rannsóknar, bæði á landi, sjó og samfélaginu. „Að rannsóknarvinnu koma bæði innlendir og erlendir sérfræðingar auk þess sem ýmsa þjónustu þarf í heimabyggð," segir Hafsteinn sem býst við að rannsóknirnar taki um þrjú ár.

Líklegt er að fyrstu áfangi verði 1,6 km viðlegukantur sem yrði framkvæmd upp á 18 milljarða króna. Þær framkvæmdir gætu farið af stað eftir 5-8 ár.

Síðan er líklegt að hafnaraðstaðan byggist upp í 3-5 áföngum sem taki 30-40 ár.

Mynd: Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.