Óstöðugt og of hægt aðflug orsök flugslyss á Egilsstaðaflugvelli

flugslys sept12Óstöðugt aðflug og of lítill flughraði eru taldar helstu orsakir þess að fisflugvél hlekktist á í lendingu á Egilsstaðaflugvelli í september í fyrra og endaði utan brautar. Talsverðar skemmdir urðu á vélinni.

Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um slysið sem er nýkomin út.

Atvikið átti sér stað eftir hádegi þann 12. september í fyrra. Flugmaður vélarinnar var að æfa snertilendingar á flugvellinum og í annarri lendingu rakst stélið niður þannig það laskaðist og flugmaðurinn missti stjórn á vélinni.

Í skýrslu nefndarinnar er haft eftir tveimur flugvallarstarfsmönnum að „bras" hafi verrið á flugmanninum í aðfluginu, það óstöðugt og lendingin „ekki góð." Þar skall vélin niður og síðan reis nef hennar snögglega þannig að stélið skall harkalega í flugbrautinni.

Flugmaðurinn varð ekki var við að stélið skall niður. Hann hafði samt lítið vald á vélinni sem snérist yfir á vinstri væng þannig að vængendinn rakst í brautina. Fisvélin snérist til vinstri og fór út af brautinni. Hún stöðvaðist loks tæpa 40 metra utan brautar eftir að loftskrúfan rakst í jörðina þannig vélin kastaðist upp, snérist rúman hálfhring, lenti á stélinu og hafnaði á öllum hjólunum.

Talsverðar skemmdir urðu á vélinni svo sem á vængenda vinstra megin, stéli, nethjóli, vélharhlíf og framrúðu.

Sem fyrr segir telur nefndin að óstöðugt og of hægt aðflug hafi orsakað slysið. Hún hafi síðan ofrisið og stélið skollið í jörðinni. Við það hafi stélið laskast mikið þannig að hliðar- og hæðarstýri virkuðu ekki sem skildi. Í kjölfarið fór vélin stjórnlaust út af flugbrautinni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.