Um 900 landeigendur fá alls 85 milljónir króna í arð af hreindýraveiðum á ári

hreindyr vor08Rúmar 85 milljónir króna voru greiddar til landeiganda og ábúenda í arð af hreindýraveiðum á síðasta ári. Heildartekjur hins opinbera af veiðunum voru ríflega 102 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Heildartekjurnar velta töluvert á því hversu mörg dýr er leyft að veiða. Þannig voru heildartekjurnar 106,4 milljónir árið 2008, 88,8 árið 2011 en 102,2 í fyrra. Heildartekjur á þessu fimm ára tímabili voru rúmar 487 milljónir.

Arðgreiðslur til landeiganda og ábúenda voru 85,3 milljónir í fyrra og hækkuðu um níu milljónir frá árinu áður.

Af tekjunum runnu 10,4 milljónir til Umhverfisstofnunar og 6,4 milljónir til Náttúrustofu Austurlands en þessum aðilum er ætlað að fylgjast með og stjórna veiðunum og rannsaka hreindýrastofninn.

Í reglugerð um hreindýraveiðar segir að greiða skuldi landeiganda felligjald af hverju dýri sem fellt er á hans landi. Eftirstöðvunum er síðan ráðstafað þannig að fasteignamat og landstærð eru til grundvallar 40% af arðgreiðslunum en 60% af ágangi dýranna.

Fram kemur í svarinu að um 900 aðilar fái greiddan arð af hreindýraveiðum árlega.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.