Norðfjarðargöng: Hanna Birna felldi enn eitt karlavígið með hvelli

hanna birna kristjansdottir nov13Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, varð í dag fyrst íslenskra kvenna til að sprengja fyrir jarðgöngum þegar hún sprengdi fyrsta haftið fyrir nýjum Norðfjarðargöngum. Hún segir mörg verkefni bíða á samgöngusviðinu á næstu árum.

„Þetta er enn eitt karlavígið sem fellur með hvelli!" sagði Hanna Birna þegar hún ávarpaði gesti í Valhöll á Eskifirði að lokinni fyrstu formlegu sprengingunni fyrir göngunum í dag.

Í máli hennar kom fram að þetta væri í fyrsta skipti sem kona sprengdi fyrstu sprenginguna fyrir jarðgöngum á Íslandi. Hún hefði eftirlátið forsætisráðherra að byrja á Vaðlaheiðargöngum í sumar.

Hún sagði að hann hefði verið afar þakklátur fyrir það og eftir að hafa ýtt á takkann í dag skyldi hún hvers vegna því það er „gaman að sprengja".

Hanna Birna, sem tók við ráðuneyti samgöngumála í vor, ítrekaði þó að það hefðu verið aðrir þingmenn, ráðherrar, sveitarstjórnarmenn og ekki síst heimamenn sem unnið hefðu að framgangi ganganna.

„Heiðurinn er ekki minn. Heiðurinn er ykkar. Það er ykkar að þakka hvort öðru fyrri baráttuna."

Hún sagðist hins vegar fagna með heimamönnum. Hún sagði að vegamálastjóri myndu mögulega sakna reglulegra heimsókna úr Fjarðabyggð á skrifstofu sína en fleiri væru í röðinni.

„Það þarf að bæta úr samgöngum enn frekar og það bíða fleiri svæði og fleiri sveitarfélög."

Hanna Birna sagði mikið að gerast í samgöngumálum þess dagana. „Við erum að átta okkur hvað við ráðum við. Við vitum að framkvæmdir eru góðar fyrir efnahaginn.

Við erum að skoða nýjar leiðir í kostun, annað hvort í einkaframkvæmd eða í samstarfi við einkaaðila," sagði hún og bætti við að hún héldi þar með áfram vinnu sem hefðu hafist í tíð Kristjáns Möller í ráðuneytinu.

Og hún útilokaði ekki að halda áfram framkvæmdum á Austurlandi: „Ég vona að við fáum aftur að sprengja á þessu svæði."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.