Austfirskt fyrirtæki flytur inn nýja snjallsíma: Hágæðasímar á lægra verði

zopo fyrsti 0009 webFyrstu snjallsímarnir sem seldur eru á vegum Zopo ehf. voru afhentir í morgun. Zopo er kínverskt farsímafyrirtæki en austfirskir frumkvöðlar flytja þá inn. Þeir segja símana standast dýrustu snjallsímunum fyllilega snúning gæðum en séu á móti mun ódýrari.

„Við fundum þessa síma á internetinu og ákváðum að gera tilraun með að flytja þá inn og selja hér," segir Unnar Erlingsson, markaðsstjóri Zopo ehf.

„Við leituðum að símum í sama gæðaflokki og þessir algengu símar á markaðinum en á mun lægra verði. Það er viðskiptatækifærið sem við sjáum," segir Þröstur Jónsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„Þessir símar virðast fyllilega sambærilegir, ef ekki betri, við það sem er á markaðinum í dag til dæmis hvað varðar örgjörva, minni og skjáupplausn en koma einnig með auka eiginleikum eins og að geta tekið tvö SIM kort þannig menn geta verið með vinnusíma og einkasíma í sama tækinu."

Síminn en ekki farinn í almenna sölu en verið er að afhenda fyrstu eintökin sem pöntuð hafa verið. „Það opnar söluvefur á zopo.is innan skamms. Við erum að afhenda fyrstu eintökin en við höfum orðið nokkurra mánaða reynslu af símunum og þeir hafa gengið mjög vel."

Mynd: Garðar Valur Hallfreðsson tekur við fyrsta Zopo símanum sem seldur er á Íslandi úr hendi Þrastar Jónssonar, framkvæmdastjóra Zopo ehf.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.