Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað í aðlögunarferli út af skuldum

fljotsdalsherad fjarmalafundur nov12 0005 webStærstu sveitarfélögin á Austurlandi, Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs, eru bæði á vöktunarlista Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga út af skuldum. Gert er ráð fyrir að skuldir þeirra verði komnar undir 200% af veltu árið 2019.

Þetta kemur fram í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2012 sem kom út í dag. Sveitarfélögin tvö eru í hópi þeirra sveitarfélaga sem skulduðu meira en 200% af reglulegum tekjum sínum í árslok 2011.

Skuldahlutfall Fljótsdalshéraðs var þá 256% og Fjarðabyggðar og 231%. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga skuldirnar ekki að vera meira en 150%. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin tvö nái því markmiði árið 2019.

Seyðisfjarðarkaupstaður er einnig á listanum en skuldir sveitarfélagins voru 217% af tekjum í árslok 2011. Gert er ráð fyrir að kaupstaðurinn komist undir 150% markið árið 2016.

Í umsögn nefndarinnar segir að þróunin sé almennt góð hjá þessum sveitarfélögum. Seyðisfjarðarkaupstaður er í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem hagræðing í rekstri hefur gengið hratt eftir enda gert ráð fyrir því í lögunum að markmiðið náist sem fyrst.

Stóru sveitarfélögin eru í flokki með þeim sem þurfa lengri tíma til að lækka skuldahlutfallið. Miðað við rekstur og sjóðsstreymi séu horfurnar góðar. Þó er tekið sérstaklega fram að sveitarstjórnanna bíði „engu að síður erfitt verkefni" og nauðsynlegt sé að halda fjárhagsáætlun.

Málefni Breiðdalshrepps eru til umfjöllunar hjá nefndinni. Skuldahlutfallið var 193% í árslok 2011 og var komið yfir 200% árið 2012. Í umsögn nefndarinnar segir að yfirferð á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins sé ekki lokið og ekki ljóst hvenær henni ljúki. „Ljóst er að aðlögunaráætlanir þessara sveitarfélaga munu taka langan tíma."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.