Íbúafundir: Fjármál á Héraði, umhverfi í Neskaupstað og SÁÁ á Eskifirði

frambodsfundur va 0010 webFjölmargir opnir fundir verða haldnir á Austurlandi í vikunni. Í kvöld eru á dagskrá fundir á vegum SÁÁ á Eskifirði og um fjármál Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Neskaupstað.
SÁÁ heldur opinn borgarafund í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði um áfengis- og vímuefnavandann, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Yfirskrift fundarins er „Áfram Vogur í Fjarðabyggð".

Til máls taka Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir og Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ ásamt Rúnari Freyr Gíslasyni leikara. Að erindum loknum verða umræður í bland við létt skemmtiatriði og veitingar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til íbúafundar klukkan 17:00 í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla. Á fundinum verður kynnt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2014, auk þriggja ára áætlunar áranna 2015 – 2017.

Annað kvöld klukkan 20:00 fer svo fram íbúafundur í Nesskóla á vegum Fjarðabyggðar.

Fjallað verður um eftirtalin mál, stöðu þeirra og næstu skref:

Ný Norðfjarðargöng
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað
Hafnarframkvæmdir í Norðfjarðarhöfn
Skipulagsmál
- Deiliskipulag Neseyrar vegna leikskólabyggingar
- Nýtt miðbæjarskipulag fyrir Neskaupstað

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.