Orkumálinn 2024

Norðfjarðargöng: Allt að verða tilbúið fyrir gangagröftinn

nordfjardargong 07112013 2 webFormlega verður byrjað að grafa ný Norðfjarðargöng á fimmtudaginn kemur. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á undirbúning fyrir gröftinn.

Síðustu daga hefur verið gengið frá bergstálin í Eskifirði þar sem göngin byrja. Það sem sést á meðfylgjandi myndum er efsti hluti bergstálsins sem er alveg fyrir ofan væntanleg göng.

Tryggja þarf að ekki hrynji úr stálinu yfir þá sem eru fyrir neðan við vinnu eða aka inn og út úr göngunum. Sprautað er steypu á bergið og settir bergboltar eins og gert er inni í göngum. Næsta verk er að grafa meira frá stálinu og styrkja neðri hlutann.

Byrjað er að sprengja á stafninum en fyrst er sprengt lítið í einu. Formlega verður byrjað á greftrinum á fimmtudag en það verður nánar auglýst síðar.

nordfjardargong 07112013 1 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.