Allir þurfa að berjast við skrímslið undir rúminu

Námskeiðið miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að sjá tækifærin og framkvæma hugmyndir. Ég mun fara yfir mína reynslu, hvað hefur virkað fyrir mig og hvað ég er að læra og tileinka mér á hverjum degi,“ segir tónlistamaðurinn Jón Hilmar Kárason verður með spennandi námskeið fyrir nemendur í grunn- og tónlistarskólum Austurlands í haust í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands og Hljóðfærahúsið.

Lesa meira

„Það vantar alltaf blóð“

Blóðbankinn verður með blóðsöfnun á heilsugæslunni Egilsstöðum í dag og á heilsugæslu Alcoa Fjarðaáls seinnipartinn á morgun. Hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum vill hvetja íbúa til þess að koma og gefa blóð.

Lesa meira

„Þarna er landið okkar, Guðni, þarna er Ísland“

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid voru í opinberri heimsókn á Borgarfirði eystri, Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi á dögunum. Í ferðinni heimsóttu þau skóla, stofnanir og fyrirtæki og hittu fjölmarga íbúa að máli.

Lesa meira

Sigið minnkar í Berufirði

Heldur hefur hægst á siginu í nýja veginum yfir Berufjörð að undanförnu þótt það sé ekki hætt. Sýni hafa verið tekin úr botninum undir landfyllingunni til að greina jarðlög.

Lesa meira

Bílvelta í hálku á Fjarðarheiði

Bílvelta varð á Fjarðarheiði snemma í morgun. Krapi er víða á fjallvegum en umferð hefur að öðru leyti gengið áfallalaust það sem af er degi.

Lesa meira

Hyggjast beina viðskiptum frá VÍS

Sveitarfélagið Fjarðabyggð mun ekki framlengja samninga sína við Vátryggingafélag Íslands í mótmælaskyni við ákvörðun fyrirtækisins að loka skrifstofu sinni á Reyðarfirði.

Lesa meira

Mótmæla naumum hlut Austurlands á samgönguáætlun

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi skorar á samgönguráðherra að hafa samráð við landshlutasamtök áður en endanleg drög að samgönguáætlun verða lögð fram. Ekki verður byrjað á Fjarðarheiðargöngum næstu tíu árin miðað við fyrstu drög.

Lesa meira

Landsnet með viðbúnað út af mögulegri ísingu

Landsnet sendi í morgun frá sér viðvörun um möguleg áhrif mikillar úrkomu og slyddu sem von er á í nótt á flutningskerfi raforku á Austurlandi. Vakt er á svæðinu en ekki er talið að veðrið hafi teljandi áhrif á kerfið.

Lesa meira

VÍS sameinar skrifstofur á Egilsstöðum og Reyðarfirði

Vátryggingafélag Íslands hefur ákveðið að sameina þjónustuskrifstofur sínar á Egilsstöðum og Reyðarfirði frá og með næstu mánaðarmótum. Breytingin er hluti af endurskipulagningu þjónustumiðstöðva VÍS.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar