Sviptur ökuleyfi fyrir vítaverðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að sæta sviptingu ökuleyfis í tvö og hálft ár fyrir vítaverðan akstur undir áhrifum áfengis. Litlu mátti muna að maðurinn æki framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Lesa meira

„Prófastdæmið leggur mikla áherslu á æskulýðsstarf“

Landsmótið er stærsti árlegi viðburður kirkjunnar. Í ár voru þátttakendur um 300 talsins en oft hafa um 700 ungmenni tekið þátt,“ segir Sigríður Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sem kom að vel heppnuðu landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fór fram á Egilsstöðum í lok október.

Lesa meira

Söluverð fasteigna að nálgast byggingarkostnað

Fasteignasali segir austfirskan fasteignamarkað, einkum á Fljótsdalshéraði, hafa verið óvenju líflegan það sem af er ári. Tvær vikur eru síðan flutt var inn í síðustu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu að Miðvangi 6 í miðbæ Egilsstaða.

Lesa meira

Færeyingar eiga næsta leik

Enn er ósamið um gagnkvæmar veiðar Íslendinga og Færeyinga í lögsögu hvors annars. Tíminn sem er til stefnu styttist því íslensk skip hafa sótt í færeyska lögsögu í upphafi loðnuvertíðar. Í húfi er kolmunnakvóti sem skiptir Austfirðinga töluverðu máli.

Lesa meira

Lægri gjaldskrár eða meiri þjónusta?

Meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks í bæjarráði Fjarðabyggðar fellst ekki á tillögur Sjálfstæðisflokks um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2019. Flokkurinn vill lækka fasteignamatsstuðul, lækka gjaldskrá hitaveitu og fallið verði frá lækkunum á skólamáltíðum. Meirihlutinn segir markmið sitt að auka þjónustu við íbúa.

Lesa meira

Ekki rétt að fara í sameiningar í kjölfar neikvæðrar könnunar

Meirihluti hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps felldi á síðasta fundi tillögu minnihlutans um að óska eftir aðild að viðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi um sameiningu. Íbúakönnun sem gerð var í vor sýndi ekki vilja Vopnfirðinga til sameiningar.

Lesa meira

Gerðu athugasemd við að fá fundargerð í stað þess að fundur væri haldinn

Bæjarráð Fjarðabyggðar vísaði liðum af fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar aftur til nefndarinnar þar sem ekki var rétt boðað til fundar nefndarinnar. Formaður nefndarinnar ber við tímapressu en segir að hætt hafi verið við þegar athugasemd barst. Bæjarfulltrúar segja málinu lokið og lærdómur verði dreginn af því.

Lesa meira

„Það var ekki fjárskortur á heilsugæslunni í gær“

„Ég bara trúði þessu varla þegar ég sá þær storma þarna inn,“ segir ferðaþjónustubóndinn Sævar Guðjónsson á Eskifirði, um kind með tvö lömb sem rötuðu inn í húsnæði heilsugæslunnar á Eskifirði um miðjan dag í gær.

Lesa meira

Metmánuður hjá Gullveri

Togarinn Gullver á Seyðisfirði hefur aldrei landað meiri afla á einum mánuði heldur en í nýafstöðnum októbermánuði. Veiðar hafa gengið vel austur af landinu.

Lesa meira

Farsímasamband komið á Suðurfirði

Viðgerð er lokið á bilun sem olli því að farsímasambandslaust varð frá Stöðvarfirði til Álftafjarðar í morgun. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar