Ingibjörg Ingadóttir hefur verið kennari mestan hluta fullorðinsáranna. Hún stefndi ekki á starfið, lenti frekar í því fyrir tilviljun. Í byrjun þessa árs flutti hún frá Reykjavík og austur á Fáskrúðsfjörð til að starfa sem enskukennari og aðstoðarskólastjóri við grunnskólann.