Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Austurlands hefur þegar leitað til ríkisins hvort vilji sé til að veita sveitinni fast árlegt fjárframlag til rekstursins en þetta er í annað skipti sem óskað er eftir slíkum stuðningi.
Múlaþing, fyrir sitt leyti, hefur ekki tök á að styðja við starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Austurlands með sérstöku föstu framlagi til rekstrarins að sinni en hvetur hljómsveitina til að eiga samtal við ríkisvaldið um fastan árlegan rekstrarstyrk.