Um 30 matarframleiðendur af Austurlandi kynna vörur sínar á fimmta Matarmóti Austurlands sem haldið verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Matreiðslumeistarar sýna einnig nýsköpun í matargerð og haldið verður málþing með áherslu á tekjusköpun í landbúnaði.