Forsprakkar líkamsræktarstöðvarinnar Austur gagnrýna nýlegar gjaldskrárlækkanir hjá Héraðsþreki og krefjast endurskoðunar á þeirri gjaldskrá með tilliti til markaðsaðstæðna og að jafnræðis sé gætt. Jafnframt óska þeir eftir viðræðum um kaup Austur á öllum rekstri Héraðsþreks.