Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar akbrautar við flugvöllinn á Egilsstöðum. Þá er nýbúið að samþykkja skipulagsbreytingu vegna aðflugsljósa við flugvöllinn. Hvort tveggja eykur flugöryggi í landinu.
Matvælastofnun (MAST) stýrir aðgerð sem snýst um að smala öllu fé sauðfjárbónda á Úthéraði heim að bæ. Til stendur að taka féð af bóndanum eftir ítrekaðar athugasemdir um umhirðu.