Í fréttum er þetta helst

Fréttir

Sveppatínsla og greining með sveppasérfræðingi

 
Staðsetning: Tilraunaeldhús Hallormsstaðaskóla 
Dagsetning: þriðjudagurinn 16. ágúst 2022  
Tímasetning:  kl. 09:00 - 18:00 
Námskeiðsgjald: 12.500 kr. 

Markmið námskeiðsins er að læra um sveppi, sveppatínslu og geymsluaðferðir. Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga að nýta sveppi úr nærumhverfi sínu til matargerðar. Námskeiðið hefst á fræðsluerindi um sveppi, tínslu og greiningu sveppa ásamt því að fara yfir helstu áhöld og verkunaraðferðir. Því næst er farið í sveppamó og hádeigsnestið snætt úti í náttúrunni. Síðan um kaffileytið er farið heim með sveppina og þeir hreinsaðir og verkaðir í Tilraunaeldhúsið Hallormsstaðaskóla. Þátttakendur fá þjálfun í að hreinsa og greina sveppi undir handleiðslu Guðríðar Gyðu. Farið er yfir helstu geymsluaðferðir og nýtingarmöguleika sveppa.  

                                                                                                                                                  

Þátttakendur þurfa að hafa með sér eftirfarandi:
Fatnað og skóbúnað til útiveru og vatnsbrúsa. 
Ílát til að tína sveppi í - körfur, taupoka eða annað sem andar vel - einnig auka ílát undir sveppi til greiningar.
Beittan lítinn hníf, sveppahníf, vasahníf. 
Ílát undir sveppi til að taka með heim.  

Takið með ef þið eigið stækkunargler og sveppabækur t.d. Sveppahandbókin eftir Bjarna Diðrik Sigurðsson eða Matsveppir í náttúru Íslands eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur. Stækkunargler til að auðvelda greiningu sveppa. Nokkrar erlendar bækur um sveppatínslu og matreiðslu svepparétta verða til sýnis. 

Innifalið
Vatn, kaffi og te í boði á námskeiðstíma ásamt hádegis nesti fyrir sveppamó og kaffiveitingar við heimkomu.
 
                                                                                                                                                         

Dvöl í Hallormsstaðaskóla  
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Uppábúið rúm og handklæði innifalið í verði. 

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku. 

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
 
Námskeiðið er styrk af Samfélagssjóði Fljótsdalshrepps - Fögur framtíð í Fljótsdal.
 
Logo_hvitt_200x200_x1.png
Hallormsstaðaskóli 
Sími 471 1761 
kt. 640169-0959
Hallormsstað
701 Múlaþing
© 2024, Hallormsstaðaskóli

Skráðu þig á póstlista Hallormsstaðaskóla

Fylgstu með hvað er á döfinni hjá Hallormsstaðaskóla með því að skrá þig á póstlistann okkar.  

IS  /  EN