Fljótsdalsdagur Ormsteitis

Fljótsdalsdagur Ormsteitis

Sunnudagur 19. ágúst 2018

Aksjón, göngu- og skoðunarferðir, Þristarleikar og margt fleira.

9:45 Fossahringur (7,5 km) frá Laugarfelli með leiðsögn. Frítt í laugarnar fyrir göngufólk og súputilboð að göngu lokinni. Munið góðan skófatnað.

10:00-12:00

Skoðunarferðir í Fljótsdalsstöð hjá Landsvirkjun.

Innigarður Fljótsdals. Opið hús í gamla Hænsnakofanum á Valþjófsstað 1. Kynning á sjálfbærri grænmetisræktun með fiskeldi.

Opið hús hjá Skógarafurðum ehf. á Víðivöllum ytri 2. Leiðsögn kl. 10.30. Gestum sýnd tæki, tækni og framleiðsla. Skógarbændur sérstaklega velkomnir.

11:00 

Hreindýraganga við Skriðuklaustur undir leiðsögn Skarphéðins Þórissonar og Þuríðar Skarphéðinsdóttur, á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og Náttúrustofu Austurlands. Lagt af stað frá Snæfellsstofu.

11:00-14:00

Tilboð á sýningu og súpu í Óbyggðasetrinu.

12:00-14:00

Hádegishlaðborð hjá Klausturkaffi.

Dagskrá Skriðuklaustri:

13:30  Guðsþjónusta beggja siða á rústum klausturkirkjunnar.

14:15 AksjónAfturhvarf til 1948

Fyrir 70 árum, haustið 1948, var haldið stórt uppboð á Skriðuklaustri þegar Gunnar skáld flutti til Reykjavíkur. Í tilefni þess verður reynt að endurvekja stemningu gamalla tíma og haldið uppboð á gömlum munum. Ágóðinn rennur óskiptur til Pieta samtakanna. Tónlist þessa tíma mun hljóma og eru gestir hvattir til að mæta í klæðnaði frá 1940-60. Þeir sem koma í slíkum fatnaði fá sérstakan glaðning frá Gunnarsstofnun.

Þeir sem vilja gefa gamla muni á uppboðið geta haft samband við Skúla Björn í síma 860-2985.

15:15 Árlegir Þristarleikar við Gunnarshús í gömlum anda.

Keppni í sekkjahlaupi, rabarbarakasti, steinatökum o.fl.

Lengsti rabarbaraleggurinn mældur (frá rót að blaði).

Sultukeppni. Tveir flokkar: Rabarbarasultur og berjasultur.

15:00 - 18:00

Kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi

Kaffiveitingar í Óbyggðasetrinu

Snæfellsstofu SUDOKU. Léttur leikur í Snæfellsstofu allan daginn.

Tilboð á tjaldstæði  og í gistingu hjá Fljótsdalsgrund.

Tilboð á Fljótsdælu Helga Hallgrímssonar, kr. 5000. Seld á Skriðuklaustri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.