Við mótum nýja stefnu og þú getur haft áhrif!

Saman gegn sóun heldur fundi víðsvegar um landið á vordögum 2024 

Skráning

… er nauðsynleg! Öllum erindum verður streymt. Skráningarformið er hér. 

Fjölbreytt dagskrá – erindi úr heimabyggð – vertu með!

  • Hvernig komum við í veg fyrir að verðmæti verði að rusli?  
  • Hvernig nýtum við hluti, efni og auðlindir betur og lengur? 
  • Hvernig getur fjármagn og regluverk hjálpað fyrirtækjum í átt að minni sóun?  
  • Hvaða ávinning hefur þetta allt saman í för með sér fyrir fyrirtæki og fólk? 

Þetta er kjarninn í stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir – Saman gegn sóun.  

Við erum að endurskoða stefnuna og viljum heyra frá þér! Þess vegna ætlum við að halda opna fundi á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum. Þar gefst áhugasömum færi á að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum.    

FYRIR HVERJA? 

  • Öll! 
  • Starfsfólk fyrirtækja
  • Starfsfólk sveitarfélaga og stofnana 
  • Nemendur
  • Fólk í listum og hönnun
  • Almenning 

AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ MÆTA? 

  • Tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnu stjórnvalda og koma sjónarmiðum þínum eða þíns vinnustaðar á framfæri 
  • Fræðsla um hringrásarhagkerfið 
  • Innblástur frá fyrirtækjum á svæðinu 
  • Tækifæri til að spyrja sérfræðinga spurninga 
  • Tækifæri til að ræða við fólk og fyrirtæki af svæðinu um þessi mál

HVAR OG HVENÆR?

DAGSKRÁ 

  • Starfsfólk Saman gegn sóun hjá Umhverfisstofnun segir frá verkefninu: Hver er staðan á Íslandi? Hvaða tækifæri eru til að gera enn betur? 
  • Erindi frá aðilum á svæðinu 
  • Samtal um aðgerðir  

Nánari dagskrá auglýst á næstu dögum! 

Tengliðir verkefnisins eru Birgitta Steingrímsdóttir (birgittasteingrims@ust.is) og Þorbjörg Sandra Bakke (thorbjorgb@ust.is) hjá Saman gegn sóun.

Hlökkum til að sjá ykkur!