ÞNA í samstarf við Keili

Þekkingarnet Austurlands (ÞNA) og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi. Að loknu námi uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis og telst námið sambærilegt stúdentsprófi .

na.jpg

Lesa meira

Austfirðingar sækja Þjóðfund

Á morgun verður efnt til þjóðfundar í Laugardalshöllinni þar sem glímt verður við brýn úrlausnarefni íslensku þjóðarinnar á óvissutímum. Til fundarins er stefnt rúmlega 1200 manns, sem telst marktækt úrtak íslensku þjóðarinnar. Þjóðfundurinn er framtak þjóðarinnar sjálfrar og sameign hennar. Eskfirðingurinn Sindri Snær Einarssonar er meðal þeirra Austfirðinga sem sækja munu fundinn. Fylgjast má með framvindu fundarins á vefnum www.thjodfundur2009.is.

jfundur.jpg

Lesa meira

Mikil hálka

Flughált er nú á Fjarðarheiði og víða hálka eða hálkublettir inn til landsins þótt autt sé með ströndinni. Mikil hálka var á Egilsstöðum í morgun og virtist það koma fólki nokkuð í opna skjöldu, bílar runnu stjórnlaust og börn duttu af hjólum sínum.  Vegfarendur eru beðnir um gæta varúðar.

snjkrystallar.jpg

Austurland mekka karnivalsins

 

Hugmynd er uppi á Austurlandi um að stofna séraustfirskan karnivalhóp sem myndi prýða allar bæjarhátíðir fjórðugnsins í framtíðinni og þannig mynda samnefnara fyrir þær. Slíkur karnivalhópur gæti einnig farið víðar um á Íslandi. Engin hefð er fyrir karnivölum hérlendis, nema ef vera kynni litrík ganga samkynhneygðra á hverju ári.

fidget_feet.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Meðal efnis í Austurglugga vikunnar; Straumhvörf í íslenskum hreindýrarannsóknum; viðtal við Skarphéðinn G. Þórisson hreindýrasérfræðing, Vilhelm Harðarson stýrimaður á Norðfirði skrifar um fiskveiðar og ESB, Magni Kristjánsson skrifar um þá Óskar Björnsson og Tryggva Vilmundarson og Helgi Seljan ritar minningarorð um Hauk Þorleifsson. Fjallað er um verðlaunaveitingu Búnaðarsambands Austurlands á Bændahátíð og fjallað um deilur sem upp eru komnar vegna geitahalds í Fellum. Áskrift að Austurglugganum kostar aðeins 1.400 kr. á mánuði - áskriftasíminn er 477-1571. Austurglugginn fæst einnig á betri blaðsölustöðum.

geit_vefur.jpg

 

Við getum aukið hlut kvenna í sveitarstjórnum

,,Þau ánægjulegu tíðindi bárust nú nýlega að Ísland er komið í fyrsta sæti þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða í skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Econonic Forum) sem framkvæmir slíkar mælingar árlega meðal 134 landa, en vinaþjóðir okkar Noregur, Finnland og Svíþjóð verma sætin á eftir okkur,“ skrifar Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.

konur.jpg

Lesa meira

Bílar út af

Tveir bílar lentu utan vegar á Fagradal, á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, í gær. Mjög hvasst var á svæðinu og hált. Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða 8-13 m/sek, snjókoma eða él, norðaustantil, en úrkomuminna síðdegis. Dregur smám saman úr vindi á morgun og smá él á norðanverðu landinu, annars skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst, en vægt frost til landsins og víðast hvar í nótt.

veurstofa_slands.jpg

Austfirskir sveitar- og bæjarstjórar fá athafnateygju á mánudag

Einn af viðburðum alþjóðlegu athafnavikunnar 16.-22. nóvember n.k. er Athafnateygjan. Teygjan, sem hægt er að smeygja um úlnlið sér, er send á valinn hóp áberandi einstaklinga í athafnalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum – til fólks sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er í aðstöðu til að vera öðrum til fyrirmyndar. Sveitar- og bæjarstjórar á Austurlandi fá Athafnateygjuna senda í pósti fyrir mánudag og vonast aðstandendur athafnavikunnar til að þeir verði duglegir að framkvæma og að teygjan gangi hratt manna á milli á Austurlandi (hægt er að rekja hverja teygju á www.athafnateygjan.is).

athafnavika_logo_isl.gif

Lesa meira

Segir óskyldum málefnum blandað saman

Stefán Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarfélag Austurlands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af sölu Malarvinnslunnar og aðkomu hans að henni. ,,Vegna umfjöllunar í Svæðisútvarpi Austurlands og fréttatímum RÚV um málefni Þróunarfélags Austurlands vill undirritaður taka fram: Ríkisútvarpið flutti 6. nóvember ítrekað fréttir af sölu Malarvinnslunnar til Kaupfélags Héraðsbúa og aðkomu minni að því máli. Öll var framsetningin á þann máta að glæpur hefði verið framinn og að ég undirritaður hefði framið glæpinn. Slegið var fram, án nokkurs rökstuðnings, að minn þáttur í málinu væri ,,sorglegur" og ,,siðlaus" svo dæmi séu tekin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.