Jólablað Austurgluggans ljósgeisli í skammdegismyrkrinu

Jólablað Austurgluggans er komið út. Þar má finna margvíslegt jólaefni, viðtöl við Austfirðinga, verðlaunagetraunir; krossgátur, myndagetraun og íþróttagetraun og jólakveðjur forystumanna austfirskra sveitarfélaga og þingmanna kjördæmisins. Austurglugginn er ómissandi á aðventunni og yfir jólin! Fæst á betri blaðsölustöðum.

christmas_cat.jpg

 

Ætlar þú ekki að senda Austfirðingum jólakveðju?

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar athugið 

Nú eru að verða síðustu forvöð að senda inn jólaauglýsingar í glæsilegt og efnismikið jólablað Austfirðinga, Austurgluggann, sem kemur út á föstudag. Vinsamlega hafið samband við auglýsingadeild í síma 891-6484. Áfram Austurland!

austurglugginn.jpg

Sjávarútvegsfyrirtæki studdu frambjóðendur mest

Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Brimberg og Gullberg gáfu mest til tveggja frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor.

 

Lesa meira

Starfsmaður ráðinn til Matvælamiðstöðvar Austurlands

Matís hefur ráðið Hrund Erlu Guðmundsdóttur til starfa hjá Matvælamiðstöð Austurlands (MMA) en hún hóf störf í byrjun nóvember.  Hrund útskrifaðist með BS próf frá Matvælafræðiskori Háskóla Íslands 2003.  Hún starfaði hjá Actavis á árunum 2005-2009 og Vífilfelli 2002-2005.  Hrund er ráðin sem verkefnastjóri hjá Matís og mun sjá um verkefni MMA í samvinnu við samstarfsaðila verkefnisins, sem eru Þróunarfélag Austurlands, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Auðhumla, sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Matís.

Lesa meira

Kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, á Egilsstöðum mánudaginn 14. desember. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga í hverjum landshluta.

 

Lesa meira

Og hana nú og hafið það

Leiðari Austurgluggans 27. nóvember 2009:

 

Um daginn sagði við mig kona að það væri bara ekkert í þessu blaði, Austurglugganum. Ég leit hvumsa á hana og spurði hvort síðurnar væru virkilega auðar? Hún firrtist auðvitað við en ég glotti og fannst ég bara nokkuð fyndin.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Yndislegar gamlar jólamyndir

Ný myndasýning er komin inn á heimasíðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga, www.heraust.is. Sýningin nefnist einfaldlega Jólasýning. Að venju hefur Arndís Þorvaldsdóttir haft veg og vanda af vali mynda á sýninguna og jafnframt ritar hún myndatexta. Myndirnar í sýningunni eru allar teknar af Emilíu Blöndal. Ártöl eru tilgreind séu þau þekkt.

jlamynd_hrasskjalasafns.jpg

Lesa meira

Met í innsendum myndum á 700IS 2010

642 umsóknir frá 49 löndum hafa borist til stjórnenda kvikmynda- og vídeólistahátíðarinnar 700IS Hreindýraland. Þetta er nýtt met og mikil ánægja með áhugann á hátíðinni. Nú fer sýningarstjóri og stjórnandi hátíðarinnar, Kristín Scheving, í gegnum verkin og mun síðan ásamt valnefnd 2010 velja verkin sem hljóta peningaverðlaun, ferðastyrk og Alternative Routes verðlaunin. Hátíðin verður haldin frá 20. mars til 27. mars 2010 á Austurlandi.

700_is_2_vefur.jpg

Lesa meira

Að láta gott af sér leiða

Leiðari Austurgluggans 20. nóvember 2009:

 

Á þessu erfiðleikaskeiði í íslenskri sögu virðist fólk þjappa sér saman og láta gott af sér leiða sem aldrei fyrr. Það er bæði gott og hollt fyrir íslenska þjóð. Gildi eru endurmetin og líkt og varð niðurstaða Þjóðfundarins í Laugardalshöll fyrir viku eru það heiðarleiki, jafnrétti, virðing og réttlæti sem skipta sköpum ásamt ýmsu fleiru jákvæðu.

austurglugginn.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.