Höldum fast utan um okkar landbúnað

Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í algjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað.

Á fínu máli er talað um fæðuöryggi (það að eiga mat) og matvælaöryggi (að maturinn sé hollur og öruggur). Við skiljum þessi orð og við skiljum líka samhengið milli landbúnaðar og byggðar í landinu. Við vitum að landbúnaðurinn er hluti af byggðastefnu og hver við erum sem þjóð.

Við teljum því mikilvægt að standa vörð um starfsskilyrði landbúnaðarins. Hugmyndir um að afnema ákvæði búvörulaganna, sem hafa leyft mjólkurbændum að vinna að hagræðingu í mjólkurvinnslunni, væri fráleitt nú því þá væri kastað á glæ þeim mikla árangri sem hefur skilað sér beint til okkar neytenda í lægra verði og gert kúabændum mögulegt að reka alvöru bú.

Við viljum ekki innflutning á hráu kjöti og tollvernd er í okkar huga eins sjálfsögð og að læsa bílnum þegar við förum frá honum. Allar þjóðir í kringum okkur eru að passa uppá sinn landbúnað með styrkjum og tollvernd.

Okkar mál er að passa uppá okkar landbúnað, en ekki vera í einhverjum Evrópuleik þar sem við erum bara peð og það tæki ekki nema augnablik fyrir verslunarrisa eða stórframleiðendur að eyða okkar frábæru matvælum af kortinu með innflutningi niðurgreiddra matvæla, sem líklega væru þá einnig af miklu lakari gæðum.

Settu X við Miðflokkinn ef þú villt góðan mat og landið allt í byggð.

Höfundur skipar 4. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.