Til hamingju Austurland! Til hamingju Ísland!

Sigrun holmÞað hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum Austfirðingi að nú hefur verið staðfest að reglulegt millilandaflug mun hefjast til Egilsstaða í vor. Um tilraunaverkefni er að ræða en lengi hefur verið talið að það vanti aðra fluggátt inní landið, en oft hefur verið rætt að Keflavíkurflugvöllur sé nánast sprunginn.

Við hjá Þjónustusamfélaginu á Héraði fögnum þessum fregnum og teljum að flugið muni efla svæðið okkar bæði sem áfangastað og það verði ákjósanlegri til búsetu. Með því að geta boðið uppá þann möguleika að fljúga beint frá Egilsstöðum til Evrópu erum við ekki bara að auka lífsgæði okkar heldur erum við að veita erlendum gestum okkar enn betri þjónustu með því að hafa þann möguleika koma fljúgandi á Austurlandið og skoða Ísland frá öðru sjónarhorni en suðvestur horninu. Við höfum í mörg ár tekið á móti gestum sem koma með Smyril-line til Seyðisfjarðar og eru fyrstu gestir okkar farnir að koma fyrr á vorin með ferjunni og fara seinna um sumarið svo ferðaþjónustutímabilið hjá okkur er að lengjast.

Beint flug til Gatwik London opnar dyr að öllum heimshornum en til og frá flugvellinum er flogið til yfir 200 áfangastaða í 90 löndum víðvegar um heiminn. Flugfélög sem fljúga um Gatwik eru 45 talsins svo möguleikarnir til ferðalaga eru fjölbreyttir.

Næstu skref hjá íbúum og atvinnurekendum á Austurlandi er að taka höndum saman. Tökum vel á móti nýjum gestum sem koma beint inná svæðið og sýnum þeim að við erum góðir gestgjafar, sýnum frammúrskarandi þjónustulund, verum þekkt fyrir gæði og látum orðið berast. Við sjáum mikla vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu og það er undir okkur komið hvernig við vinnum úr eftirspurninni.
Á mánudagskvöld verður Þjónustusamfélagið á Héraði með fund fyrir verslunar- og þjónustuaðila á Fljótsdalshéraði, ég vil hvetja fyrirtækjaeigendur til að mæta, hafa áhrif og taka þátt. Við erum að sjá það aftur og aftur að samvinna er lykilatriði þegar kemur að uppbyggingu.

Höfundur er formaður stjórnar hjá Þjónustusamfélaginu á Héraði.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.