Orkumálinn 2024

Knattspyrnusumarið 2015: Höttur

hottur meistari 3deild atiHattardrengir koma inn í tímabilið með með titill á bakinu frá síðasta ári þar sem að þeir unnu þriðju deildina, en stigi munaði á þeim og Leikni Fáskrúðsfirði. Síðasta tímabil var ekki sérlega gott framan af sumri hjá Hetti en það rættist heldur betur úr því eftir að Gunnlaugur Guðjónsson tók við stjórnartaumunum og var liðið gjörsamlega ósigrandi seinni hluta sumars undir hans stjórn.

Miklu bætt við

Höttur hefur gert vel í að halda í sína bestu menn en einungis Aron Gauti Magnússon hefur yfirgefið félagið en hann var á láni frá Fjarðabyggð síðasta sumar og átti fína spretti með Hetti.

Þá hefur Höttur styrkt sig umtalsvert frá síðasta sumri en Steinar Aron Magnússon (FH), Benedikt Jónsson (Huginn)og Óttar Steinn Magnússon (Víkingur R) eru allir komnir tilbaka á heimaslóðir, Óttar beint úr Pepsi deildinni. Þá hefur Halldór Fannar Júlíusson fengið félagaskipti frá Völsung en Halldór sem er miðjumaður spilaði 18 leiki með Völsung síðasta sumar. Þá kemur Jovan Kujundzic aftur á láni frá Víking R til Hattar en Jovan spilaði síðasta sumar á Fellavelli jafnt sem Vilhjálmsvelli og þá hefur liðið fengið til sín markmanninn Sigurð Hrannar Björnsson sem jafnframt kemur á láni frá Víking Reykjavík.

Vörn Hattar verður svo feykisterk í sumar en Kristófer Einarsson er mættur til að spila í Hattarbúning og kemur frá Einherja. Eins bætist í hópinn Ísleifur Guðmundsson sem á fjölda leikja með Njarðvík en spilaði síðast í Noregi.

Raunhæft að stefna upp

Liðið spilaði síðast í 1. deild 2012 og alla stuðningsmenn langar að sjá liðið þar aftur sem fyrst. Hvort að það sé svo raunhæft að ætla upp um tvær deildir á tveimur árum verður látið ósagt en hópurinn er góður og mikil breidd í liðinu, sér í lagi í vörn og á miðju. Það sem liðinu hefur kannski helst vantað undanfarin ár er afgerandi markaskorari, 15 marka mann, en Borgfirðingurinn Bragi Emilsson var manna duglegastur að skora fyrir Hött í opnum leik í fyrra og verður fróðlegt að sjá hvort hann heldur áfram á sömu braut.

Þá er mikilvægt fyrir sóknarleik Hattar að Högni Helgason nái sér vel af meiðslum sem hafa haldið honum frá bolta í allan vetur en Högni er einn af lykilmönnum liðsins og er virkilega góður að halda boltanum uppi fyrir liðið.Eins verður áhugavert að sjá hvernig Sigurður Hrannar kemur út í markinu en Höttur hefur rúllað á milli ansi margra markmanna síðustu ár.

Almennt er hópurinn á mjög góðum aldri og flest allir lykilleikmenn á aldrinum 22 til 27 ára svo að menn ættu að hafa ferskar lappir en jafnframt reynslu undir beltinu. Síðast þegar að liðið fór upp í 1. deild var góð stemming í kringum liðið og ágætlega virkur stuðningsmannaklúbbur, í sumar verður fróðlegt að sjá hvort það sama verði upp á teningnum sem og hvort að aðdáendur Hattar sjái sér fært að mæta og styðja strákana frá fyrstu mínútu.

Ef að nýju leikmennirnir smella saman við þá sem fyrir eru og ef að Hattarmenn verða ekki feimnir fyrir framan markið þá gæti sumarið orðið virkilega bjart á Egilsstöðum í sumar.

Grannaslagur í annari umferð

Fyrsti leikur sumarsins verður heimaleikur sem hægt er að gefa sér að verði spilaður á Fellavelli þegar að Njarðvíkingar koma í heimsókn þann 9. maí. Sex dögum síðar spilar svo Höttur gegn Huginn á Seyðisfirði, sannkallaður El Classico. Helgina eftir það spilar svo Höttur gegn KV sem að kvöddu 1. deildina á síðasta ári og má reikna með erfiðum leik gegn Vesturbæingum.

Spá: 2-4 sæti
Lykilmaður: Óttar Steinn

Mynd: Arnar Þór Ingólfsson


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.