„Að taka þátt" - Atferli sem heldur uppi litlum samfélögum!

Sigrun holmsigrun holm 1sigrun holm 2Samræður, samvinna og samstarf hefur einkennt fyrsta starfsár Þjónustusamfélagsins á Héraði. Félagið er einstakt að því leitinu til að hér er um að ræða víðtækt samstarf milli sveitarfélags, fyrirtækja, félagasamtaka, einstaklinga og stofnana á Fljótsdalshéraði.

Við á Fljótsdalshéraði höfum ekki farið varhluta af því að ferðaþjónusta er orðin stærsta útflutningsafurð Íslendinga og gera spár ráð fyrir að hún muni aukast enn frekar næstu ár. Við á öllu Austurlandi erum byrjuð að undirbúa okkur undir bylgjuna. Núna strax í apríl fór farþegaferjan Smyril-line að koma með erlenda gesti til að heimsækja okkur. Ísland er orðið þekkt vörumerki um allan heim og erum við að sjá uppbyggingu á ferðamannastöðum í kringum okkur og fjárfestingum þeim tengdum. Valaskjálf, Á Hreindýraslóðum, Salt og Gistihúsið eru gott dæmi um miklar fjárfestingar og uppbyggingu á Héraðinu síðustu misseri, sem skilar sér í aukinni atvinnu, auknum lífskjörum okkar íbúa og auknum tekjum til sveitarfélagsins.

Fjölgun starfa yfir sumartímann er gríðarlegur á Héraðinu sem og fleiri stöðum og viljum við öll fá sneið af kökunni hvort sem það er í formi atvinnu eða afþreyingu.

En það sem mestu máli skiptir er að uppbyggingin verði samvinnuverkefni þeirra sem búa og starfa á svæðinu. Við getum ekki lokað augum okkar fyrir þeim vandamálum sem fylgja því að reka fyrirtæki í litlum bæ. Ekki er nóg að vera með gott vöruúrval og góða þjónustu heldur verður umhverfið að vera aðalandi og þannig gert að eftirsóknarvert sé að stoppa og skoða það sem við höfum uppá að bjóða. Við viljum að gestir okkar tali um svæðið sem fallega paradís sem vert er að skoða. Góð ímynd og góð umræða um staðinn er gefur meira virði og skákar öllum markaðssetningum og auglýsingum sem við getum eytt miklum fjármunum í.

Þetta er eitt af verkefnum Þjónustusamfélagsins á Héraði. Við viljum byggja upp bæinn, bæta ímynd og ásýnd þannig að sómi sé af. Við verðum öll að taka þátt í uppbygginguni sem frammundan er. Við getum ekki endalaust stungið höfðinu í sandinn og látið ábyrgðina á hendur annarra. Við verðum að horfa inná við, taka höndum saman og gera þetta vel. Með stofnun félags á borð við Þjónustusamfélagið er kominn vettvangur til að láta verkin tala þannig að tekið sé eftir, að láta samfélagið og alla þá aðila sem þar búa og starfa, vinna saman. Félagið er með öfluga aðila í stjórn sem hafa unnið óeigingjarnt starf síðustu 14 mánuði og eru tilbúnir að halda áfram því góða starfi í samvinnu við Fljótsdalshérað með stuðningi fyrirtækja og annarra hagsmunaðaila svæðisins.

Við höfum unninn mikinn sigur með því að koma 50 fyrirtækjum á svæðinu við sama borð, allir með sameiginlegt markmiðið sem er að efla Egilsstaði og nágrenni enn frekar sem ákjósanlegan áfangastað, byggja upp innviði og hvetja íbúa og fyrirtæki til samvinnu. Við óskum eftir því að fyrirtæki sem starfa hér taki þátt í uppbyggingunni og vinni með okkur í þessu frábæra verkefni. Verum fyrirmynd, sýnum vilja í verki og stöndum saman. Í þessu samhengi má minna á orðatiltækið „margar hendur vinna létt verk". Þetta væri ekki hægt án þátttöku fyrirtækja á svæðinu og erum við stolt af því að vinna fyrir félagsmenn okkar.

Fylgjast má með verkefnum og störfum félagsins á heimasíðu Þjónustusamfélagsins á Héraði, www.visitegilsstadir.is

Ef þú vilt vita meira: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Grípum tækifærið, tökum þátt!

Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, formaður Þjónustusamfélagsins á Héraði.

sigrun holm3

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.