Orkumálinn 2024

Klaufar og kóngsdætur á ferð

klaufar og kongsdaeturFyrir stuttu varð ég þeirrar innilegu ánægju njótandi að sjá uppfærslu Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum á Klaufum og kóngsdætrum, ævintýraheim H.C Andersen Eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Sem eru í hópi Ljótra Hálfvita. Segir sig sjálft. Í tilefni af því að‏‏‏‏‏‏‏ ‏‏ 210 ár eru liðin frá fæðingu H.C Andersen var ákveðið að dusta rykið af bráðskemmtilegu verki sem svo sannarlega hefur staðist tímans tönn. Svona eins og H.C. Andersens (sem fær alveg hryllilega fyndin brandara í H.C Andrés Önd – ég hló)

Um 30 nemendur skólans koma að uppfærslunni með einum eða öðrum hætti. Klaufar og Kóngsdætur er ein umfangsmesta sýning leikfélagsins frá upphafi því þetta er í fyrsta sinn sem ferðast er með fullbúna sýningu.

Sýnt verður á Borgarfirði eystri, Egilsstöðum, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Neskaupsstað, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Vopnafirði. Fjölskylduverkið Klaufar og kóngsdætur er leikgerð af sex ævintýrum H.C. Andersen, Eldfærunum, Næturgalanum, Hans Klaufa, Svínahirðinum, Förunautnum og Litlu stúlkunni með eldspýturnar – auk þess sem Ljóti andarunginn kemur nokkuð við sögu, ráfar milli ævintýra og hittir fyrir skapara sinn og hliðstæðu, ævintýraskáldið sjálft.

Og eins og það sé ekki nóg, þá er gerð alveg stórmerkileg tilraun með leikhúsið sjálft sem fyrirbæri, nokkuð sem leikflokkarnir sem stunduðu Comedia dell'arte í denn gerðu, að þvælast um með propsin og geta hent upp einni s‎‎ýningu við og við. Mikið til impróvíserað út frá smásketsjum og bröndurum. S‎ýning LME í leikstjórn Unnars Geirs Unnarssonar, er sprelllifandi. Og þvílíkir talentar sem þessir krakkar eru. Án þess að vilja draga úr neinum, þá verður maður samt að segja að þarna er fólk sem á svo innilega heima á sviðinu. Eða bara í gleðileik listarinnar, hver sem hann kann að vera og hvar. Það er allt mjög smekklega unnið á sama tíma og gælt er við leikgleðina, að kalla fólk sínum nöfnum og fara þannig í gegnum grímuna sem fylgir stundum leikhúsi, vel unnið með propsatöskurnar, sem virðist fækka eftir því sem líður á s‎ýninguna og eftir því sem persónurnar öðlast meira líf. Og eins og litli ljóti andarunginn sem væflast þarna um, hæddur í upphafi en stendur svo keikur í rest (ekki alveg farið út í svaninn, meira út í reisnina sem fylgir því að vera eins og maður er), þá fer sý‎ningin í gegnum vissa ævintý‎rasögu þar sem persónur verða til eftir því sem líður á.

Til hamingju með krakkana Unnar Geir og til hamingju krakkar og innilega takk fyrir mig!

Og rétt í restina, farið og skoðið þessa s‎ýningu, þið þarna fullorðna fólk. Gætuð alveg lært eitthvað n‎ýtt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.