Að éta skít

dagur skirnir odinsson webVerð á matvöru á Íslandi er fáránlegt.

Það er dýrt að versla í matinn og ég tala ekki um ef að það er reynt að versla hollt. Prótín, góð kolvetni og smá holl fita. Meira af ferskri matvöru, minna af núðlum og tilbúnu drasli.

Margt veldur, ein af ástæðunum eru hömlur stjórnvalda á innflutningi. Það er pirrandi raunveruleiki.

Fjármálaráðuneytið birti í dag neysluviðmið sem segir að eðlilegt verð á máltíð sé 248 krónur fyrir manninn.

Fyrir 750 krónur sem eru þá þrjár máltíðir einstaklings færðu (á tilboði) í Bónus: 3 Snakkpoka eða 350 grömm af gúllasi.

Það er því greinilegt að fjármálaráðherra væntir þess að fólk hugsi út fyrir kassann þegar kemur að næringu.

Eru skilaboðin: Éttu skít?

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.