Orkumálinn 2024

Kannski að ég geti eldað eftir allt saman?

Siggalund austurfrettÉg hef aldrei eitt eins miklum tíma í eldhúsinu eins og ég hef gert síðan ég kom í sveitina. Hér á Vaðbrekku skellir maður sér ekkert á KFC, Bæjarins bestu, Búlluna eða á Sushi train eins og maður gerði gjarnan í Reykjavík.
Nei. Í sveitinni þarf maður að vera mjög skipulagður, versla að minnsta kosti viku fram í tímann, skipuleggja máltíðir og elda fyrir öll mál. Þetta hefur verið mikil áskorun fyrir mig. Í höfuðborginni þá var vaninn að ég og minn heittelskaði horfðum á hvort annað þegar við komum heim úr vinnu og spurðum “hvað eigum við að hafa í matinn’” . Svo var bara stokkið út í Bónus eða eitthvað fljótlegt gripið einhverstaðar og málið var dautt.

Hér í sveitinni skreppur maður ekkert eftir einhverju ef það vantar. Ég er klukkutíma að keyra í kaupstað, svo nú hef ég neyðst til þess að læra að vera skipulögð í innkaupum (er enn að læra það) og kannski fyrst og fremst neyðst til að læra að elda. Ég hef nefnilega alla tíð verið glataður kokkur …eða hvað?

Ég prófaði á dögunum að elda í fyrsta sinn á ævinni Mexíkóska kjúklingasúpu. Ég googlaði uppskriftina, útbjó innkaupalista, hélt í kaupstað, og eldaði svo súpuna, og viti menn hún heppnaðist æðislega vel. Þið vitið ekki hvað ég var glöð, kannski að ég geti eldað eftir allt saman? Ég held alla vega áfram að æfa mig, því jú, æfingin skapar meistarann.

Sigga Lund bloggar um ævintýrin í sveitinni og um allt sem skiptir hana máli á siggalund.is. Skoðaðu myndir með bloggi HÉR




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.