Hvað er ég búin að koma mér út í núna?

sigga-9003Það er ekki hægt að segja annað að lífið sé stundum hreint alveg óútreiknanlegt. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári síðan að ég ætti eftir að flytja í sveit og gerast fjárbóndi hefði ég bara hlegið, glætan, ég!

En líf mitt tók skyndilega u-beygju fyrir skemmstu þegar ég og minn heittelskaði fluttumst á Vaðbrekku í Jökuldal til að gerast fjárbændur með 300 kindur eða svo. Meiri kúvending á lífi er varla hægt að hugsa sér enda hef ég oft hugsað síðan ég kom „hvað er ég búin að koma mér út í núna“!

Ég finn það þegar ég er komin í sveitina að ég elska borgina mína soldið mikið, enda hefur Reykjavík verið heimilið mitt s.l 29 ár. Allt í einu kann ég miklu meira að meta fjölbreytnina, lífið og hreinlega allt sem höfuðborgin hefur upp á að bjóða. En þrátt fyrir að ég fái stundum heimþrá og að sveitalífið sé allt óskaplega nýtt fyrir mér og framandi, leggst þetta nýja hlutverk vel í mig og ég ætla að umfaðma það af öllu hjarta. Hversu oft fær maður tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt og öðruvísi. Þessi skref eru líka vel út fyrir minn þægindahring, en ég veit það af eigin raun að þegar maður stígur út fyrir hann gerist eitthvað gott.

En hvað um það. Núna snýst líf mitt mest um heyskap (finnst svo skrýtið að segja þetta) og jú nýju vinnuna mína, en ég var að byrja að vinna sem blaðamaður hjá Austurfrétt og Austurglugganum (sem er vikublað sem Austurfrétt sér um útgáfuna á), og svo lýður ekki á löngu þar til við skötuhjú þurfum að fara að huga að smalamennsku. Já svona er lífið mitt um þessar mundir. Ég trúi þessu varla sjálf.

Sigga Lund bloggar um ævintýrin í sveitinni og um allt sem skiptir hana máli á siggalund.is. Skoðaðu myndir með bloggi HÉR

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.