Skolar þú örugglega ílát áður en þú hendir þeim?

cleanMyRecycle pall georgsCleanMyRecycle er teymi sem samanstendur af 5 aðilum í Háskólanum í Reykjavík. Hugmyndin á að auka vitund fólks á endurvinnslu og hvetja almenning til frekari þátttöku til endurvinnslu og um leið betrumbæta umhverfi okkar allra. Maðurinn á bakvið hugmyndina er Páll Halldór Schou Georgsson 21 árs viðskiptafræðinemi frá Egilsstöðum.

Þegar umbúðir koma óhreinar til endurvinnslufyrirtækja þá fellur plastið í verði og verður í raun verðlaust. Vegna þess er því plasti fargað en ekki endurunnið, þetta mengar umhverfi okkar allra. Illa flokkað plast eða umbúðir þýðir einnig að stofnanir og fyrirtæki borga í mörgun tilfellum hærra förgunargjald til endurvinnslufyrirtækja vegna þess að það er ekki endurvinnsluhæft.

Stutt lýsing á tækinu

Tækið er í raun svipað uppsett og vatnsbrunnur eins og eru oft í íþróttahúsum. Hins vegar er spíssa ofan á tækinu okkar sem gerir fólki kleift að þrífa umbúðir á einfaldan máta. Ætlunin er að hafa tækið staðsett við hlið flokkunartunna. Samkvæmt könnun sem var framkvæmd af CleanMyRecycle er yfirgnæfandi meirihluti sem einfaldlega nennir ekki að labba í nærliggjandi vask og skola úr ílátum þegar þau flokka. Í könnuninni sem var framkvæmd á 111 einstaklingum sögðust tæplega 60% svarenda nota slíkt tæki ef það væri til staðar. Þessar niðurstöður voru endurvinnslufyrirtæki sem við heimsóttum mjög sátt með og sögðust tilbúnir að veita verkefninu styrk til þess að þróa vöruna.

Tveggja hagsmuna að gæta

Eftir fundi með fyrirtækjum sem endurvinna þá hefur það komið í ljós að Ísland er komið ansi stutt í endurvinnslu á plasti miðað við önnur lönd.

Tökum lítið dæmi: Fyrirtæki hefur fjórar tunnur þar sem flokkað er eftir plasti, almennu sorpi, pappír og flöskum og dósum. Gallinn er hins vegar sá að það þarf ekki nema eina manneskju sem hendir frá sér óhreinu íláti í plastflokkinn til þess að endurvinnsla plastsins sé ekki möguleg, þar af leiðandi lítil verðmæti eftir í plastinu. Þetta hefur í för með sér að fyrirtækið þarf að greiða hærra verð fyrir rusl og annað vegna förgunargjalds og endurvinnslufyrirtæki fá lægra verð fyrir plastið.

Samkvæmt heimildum upplýsingum teymisins þá gæti flokkun á plasti mun betri víða. Þar er allt plast einfaldlega urðað með tilheyrandi tapi fyrir samfélagið í heild, sökum þess hve illa umbúðir eru þrifnar og flokkaðar.

Flokkun á Austurlandi komin langt

Á Austurlandi og á Akureyri er árangur við flokkun kominn mjög langt. Gríðarlegur árangur hefur náðst á Egilsstöðum sem dæmi, vegna þess að verðmæti í hreinna plasti eru meiri. Vissulega er auðveldara að ná til minna samfélags en ekkert má draga úr þeim árangri sem náðst hefur í flokkun á Austurlandi og á Akureyri. Ekki má þó gleyma því að flottur árangur er að nást í flokkun á mörgun öðrum stöðum og fólk er að verða meðvitaðara um mikilvægi endurvinnslu.

Vitundarvakning

Skilaboð CleanMyRecycle til samfélagsins eru einfaldlega þau að almenningur hugsi sig um áður en hent er umbúðum því það skiptir máli fyrir okkur öll huga að þessu mikilvæga málefni.

Höfundur er nemi við Háskólann í Reykjavík

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.