Viðar Örn valinn þjálfari ársins

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var valinn þjálfari ársins í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Tveir leikmenn liðsins komust í úrvalslið deildarinnar.


Valið var tilkynnt á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem haldið var á föstudag. Atkvæði í því greiða fyrirliðar, þjálfarar og formenn liðanna í deildinni auk nokkurra sérfræðinga.

Viðar Örn var valinn þjálfari liðsins enda varð það deildarmeistari af öryggi, nokkuð sem ekki var endilega búist við eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir ári og missti nokkra lykilmenn.

Þá voru Ragnar Gerald Albertsson og Mirko Virijevic valdir í úrvalslið deildarinnar. Mirko fékk einnig atkvæði í valinu á leikmanni ársins en þann titil fékk Róbert Sigurðsson úr Fjölni. Einungis leikmenn með íslenskan ríkisborgararétt eru gjaldgengir í kjörinu.

Höttur hefur samið við flest alla leikmenn sem léku með liðinu í fyrra um áframhald. Þá hefur liðið fengið til sín Adam Eið Ásgeirsson úr Njarðvík en hann lék rúmar 10 mínútur að meðaltali í leik með liðinu í vetur.

Höttur lagði fram tillögu á ársþingi KKÍ um að leyfilegt yrði að vera með tvo útlendinga inn á í einu næsta vetur en aðeins er leyft að nota einn í einu í dag. Tillagan féll á jöfnu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.