Tveir skíðamenn úr UÍA í úrvalshópi Skíðasambandsins

Tveir austfirskir skíðamenn hafa verið valdir í níu manna manna úrvalshóp Skíðasambands Íslands fyrir stórmót á Ítalíu í mars.


Annars vegar er um að ræða Andra Gunnar Axelsson úr Neskaupstað og hins vegar Emblu Rán Baldursdóttur frá Egilsstöðum.

Þau taka þátt í hinum ítölsku Andrésar Andar leikum sem haldnir verða í Folgaria á Ítalíu aðra helgina í mars.

Íslenski hópurinn samanstendur af krökkum fæddir 2001-2003. Embla og Andri eru bæði úr elsta hópnum. Við val á honum var stuðst við árangur í bikarkeppni Skíðasambandsins þar sem þau hafa keppt undir merkjum UÍA.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.