Orkumálinn 2024

Tveir Austfirðingar á EM í fimleikum

Tveir Austfirðingar eru í landsliðum Íslands sem í morgun hófu keppni á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið er í Maribor í Slóveníu.


Kristinn Már Hjaltason er í U-18 ára blönduðu liði en það tryggði sér í dag sæti í úrslitum sem fram fara á föstudag. Liðið varð í þriðja sæti forkeppninnar á eftir Dönum og Norðmönnum en á undan Svíum.

Kristinn æfir með Hetti en keppir með Stjörnunni þar sem ekki er til staðar eystra drengjalið í hans aldursflokki.

Þá er Valdís Ellen Kristjánsdóttir í blandaða A-landsliðinu. Valdís Ellen er uppalin hjá Hetti en hefur æft og keppt með Stjörnunni síðustu ár.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.