Orkumálinn 2024

„Síðasta rósin í hnappagatið þennan veturinn“

Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum sem fram fór í Brezt Frakklandi í síðustu viku.



Ásmundur Hálfdán varð Evrópumeistari í „Backhold“og hafnaði í þriðja sæti í „Gouren“ í +100 kílóa flokki.

Tveir fulltrúar frá UÍA tóku þátt í mótinu, en auk Ásmundar átti Hjörtur Elí Steindórsson sæti í landsliði Íslands í glímu.

„Þetta var bara mjög gaman, alveg frábært. Ég var í flokki með sjö öðrum þjóðum þannig að samkeppnin var mikil. Ég fór lengri leiðina að sigrinum, tapaði einni glímu, lenti í öðru sæti í mínu liði og keppti við sigurvegara hins riðilsins í undanúrslitunum.

Úrslitaglíman sjálf var ekki auðveld, en ég stóð mig vel og vann hana þrjú núll, en segja má að þessi sigur hafi verið síðasta rósin í hnappagatið þennan veturinn,“ segir Ásmundur sem hefur gengið afar vel í glímunni í vetur og er meðal annars handhafi Grettisbeltisins eftirsótta.

Ljósmynd: Ásmundur Hálfdán ásamt Marín Laufey Davíðsdóttur sem varð Evrópumeistari kvenna í Backhold. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.