Sextíu stiga sigur: Hefðum átt að vinna stærra - Myndir

Höttur burstaði lið ÍA sem bókstaflega er hægt að segja að ekki hafi mætt til leiks í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Ragnar Gerald Albertsson skoraði 42 stig í 131-70 sigri Hattar.


Skagamenn mættu aðeins með sjö leikmenn austur, samanborið við tólf í þeirra síðasta leik sem var heimaleikur gegn Hamri. Þar af voru bara tveir byrjunarliðsmenn, Áskell Jóhannsson og Derek Shouse sem drógu vagn ÍA liðsins.

Segja má að þeir hafi verið þeir einu sem áttu alvöru mínútur að baki með liðinu. Tveir leikmenn léku sinn fyrsta leik með meistaraflokki liðsins. Enginn skráður miðherji var í liðinu enda sátu Hattarmenn einir að fráköstunum.

Útkoman var auðveldur leikur fyrir Hött og hundleiðinlegur fyrir áhorfendur. Höttur gat leyft sér að hvíla byrjunarliðsmenn og gefa yngri mönnum tækifæri.

Bandaríkjamaðurinn Aron Moss spilaði aðeins 25 mínútur og miðherjinn Mirko Virijevic aðeins 12,5 mínútur en þeir hvíla vanalega lítið. Tölfræðin hjá þeim var samt frábær. Aron náðu þrennu annan heimaleikinn í röð, skoraði 23 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 16 fráköst auk þess að stela boltanum fimm sinnum. Mirko tók 8 fráköst og skoraði 13 stig.

Í fjarveru Mirko spilaði Atli Geir Sverrisson undir körfunni. Hann skoraði 12 stig, nýtti öll sín skot og tók 11 fráköst. Stjarna kvöldsins var hins vegar Ragnar Gerald sem var með 90% nýtingu úr teignum og 50% utan þriggja stiga línunnar. Á rúmum 26 mínútum skoraði hann 42 stig.

„Þegar við sáum að það vantaði helminginn af Skagaliðinu vissum við að við ættum að vinna stórt. Markmiðið var að keyra yfir þá og mér finnst að við hefðum átt að vinna stærra. Þeir skoruðu of mikið,“ sagði hann í samtali við Austurfrétt eftir leik.

Hann var samt ánægður með sigurinn. „Hann sýnir að við erum andlega sterkir. Það eru ekki öll lið sem geta haldið áfram að keyra yfir lið sem mætir ekki.“

Karfa Hottur Ia 20161021 0001 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0009 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0012 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0019 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0021 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0026 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0033 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0035 Werb
Karfa Hottur Ia 20161021 0048 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0056 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0061 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0065 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0073 Web
Karfa Hottur Ia 20161021 0076 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.