Sex grunnskólameistarar frá UÍA

Sex keppendur frá UÍA unnu sína flokka á Grunnskólamóti Glímusambands Íslands sem fór fram í Ármannsheimilinu Skell í Reykjavík um liðna helgi.

Nítján keppendur tóku þátt fyrir hönd UÍA og stóðu þeir sig með stakri prýði, en sex þeirra urðu grunnskólameistarar í sínum flokki.

Það eru þau Ásdís Iða Hinriksdóttir, Hákon Gunnarsson, Þór Sigurjónsson, Birkir Ingi Óskarsson, Marta Lovísa Kjartansdóttir og Nikólina Bóel Ólafsdóttir. Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Ljósmynd: Þuríður Haraldsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.