Óvæntar móttökur þegar Þróttarstelpur komu heim með deildarmeistarabikarinn - Myndir

Aðstandendur kvennaliðs Þróttar Neskaupstað tóku vel á móti liðinu þegar það kom heim með deildarmeistaratitilinn í blaki á laugardag. Fyrirliði liðsins segir að trúin á að bikarinn kæmi austur hafi endanlega komið í leiknum þar sem hann var tryggður.

Liðið tryggði titilinn með 0-3 sigri á Aftureldingu, sem átt hefur eitt sterkasta lið landsins, undanfarin ár á föstudagskvöld. Þróttur hafði nokkuð góð tök á leiknum, vann fyrstu hrinuna örugglega 12-25 og svo 23-25, 21-25.

Aðstandendur liðsins tóku á móti leikmönnum þegar þeir komu austur með kvöldfluginu á laugardag, stóðu heiðursvörð og færðu leikmönnum blóm. Þá mætti Páll Óskar óvænt í veisluna en hann var var með ball á vegum Nemendafélags Verkmenntaskólans um kvöldið.

„Við áttum ekki von á þessum móttökum. Það var gaman að sjá hvað fólkinu þykir vænt um okkur,“ sagði Særún Birta Eiríksdóttir, fyrirliði liðsins.

Þetta er fyrsti titill kvennaliðs Þróttar síðan það varð Íslandsmeistari vorið 2013. „Við erum enn að átta okkur á þessu. Við áttum alveg eins von á að við fengjum titilinn en það var ekki fyrr en kannski í leiknum á föstudagskvöld sem við sáum fram á að geta það.

Um mitt tímabil fórum við að átta okkur á að við verum virkilega góðar en trúin á að við gætum þetta ef við vildum kom ekki endanlega fyrr en á föstudag. Við áttum ágætan leik en samt ekki okkar besta.“

Enn eru tveir leikir eftir af deildinni í byrjun mars áður en úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn hefst. Í millitíðinni verður leikið til úrslita um bikarmeistaratitilinn og í kvöld sækir Þróttur KA krákurnar heim í átta liða úrslitum. „Markmiðið er að ná ölum titlunum þremur og vonandi tekst það.“

Blak Throttur Deildarmeistari 2018 0003 Web
Blak Throttur Deildarmeistari 2018 0009 Web
Blak Throttur Deildarmeistari 2018 0022 Web
Blak Throttur Deildarmeistari 2018 0030 Web
Blak Throttur Deildarmeistari 2018 0037 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.