Körfubolti: Viðar Örn og Mirko áfram

Viðar Örn Hafsteinsson heldur áfram þjálfun karlaliðs Hattar í körfuknattleik. Miðherjinn Mirko Stefán Virijevic verður einnig áfram og Ragnar Gerald Albertsson kemur aftur austur.


Ekki er búið að undirrita samninginn við Viðar Örn en það verður gert á næstu dögum. Viðar Örn hefur þjálfað liðið síðustu ár og kom því upp í úrvalsdeild í fyrra þaðan sem það féll naumlega í vor.

Miðherjinn Mirko Stefán Virijevic verður áfram með liðinu og staðfest hefur verið að framherinn Ragnar Gerald Albertsson komi aftur. Hann er uppalinn í Keflavík en var lykilmaður þegar Höttur fór upp úr fyrstu deildinni. Hann snéri síðan aftur heim síðasta vetur.

Hattarmenn horfa í kringum sig eftir nýjum Bandaríkjamanni því hæpið virðist að Tobin Carberrry verði áfram. Þá er Eysteinn Bjarni Ævarsson genginn til liðs við Stjörnuna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.